banner
   lau 28. ágúst 2021 19:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Mjög erfitt að spila gegn níu varnarmönnum
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Pressan okkar í fyrri hálfleik var stórkostleg," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir jafntefli gegn Chelsea á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni.

„Chelsea eru hættulegir í öllum stöðum og þannig skoruðu þeir markið sitt. Við getum öll verið sammála um að við hefðum getað varist betur í því tilviki."

„Það var allt mjög gott fyrir utan úrslitin. Ég sá tvö mjög góð fótboltalið. Við áttum mjög góðan fyrri hálfleik og seinni hálfleikurinn var líka góður því það er mjög erfitt að spila gegn níu varnarmönnum."

„Hefðum við getað gert betur? Já. En tímabilið er ungt."

„Við hefðum klárlega getað gert meira einum fleiri en við erum með einu stigi meira en fyrir leik og við verðum að halda áfram."

Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, hefði viljað fá lengri VAR-skoðun þegar Liverpool fékk vítaspyrnu undir lok fyrri hálfleiks en Klopp var á því að þetta væri klár vítaspyrna.

Lokatölur 1-1 í þessum leik. Bæði þessi lið eru með sjö stig eftir þrjá leiki og hafa litið mjög vel út í byrjun tímabilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner