Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
   lau 28. ágúst 2021 16:47
Haraldur Örn Haraldsson
Laugi Baldurs: Orðið ofsalega þungt verkefni
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Guðlaugur Baldursson þjálfari Þróttar var skiljanlega svekktur eftir 3-1 tap gegn Aftureldingar í dag. Þetta tap þýðir að þeir fara niður um deild en þegar hann var tekinn í viðtal var hvorki undirritaður né Guðlaugur búnir að sjá úrslit Selfossar sem batt enda á möguleika Þróttara.

Þetta hafði Guðlaugur að segja um leikinn.

„Tilfinningin er slæm, þetta var vont tap. Við fáum á okkur mark snemma úr soft víti eins og maður segir þá fannst mér við taka leikinn yfir og náum inn góðu marki en við fylgdum því ekki nógu vel eftir"

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  1 Þróttur R.

Þegar hann er spurður hvort það væri ekki sárt að hafa ekki sett fleiri mörk hafði Guðlaugur þetta að segja.

Það var það og við hefðum þurft að skila mörkum á þessum köflum sem við vorum með yfirburði í leiknum en því miður þegar við skorum markið fannst mér við ekki nýta okkur það nógu vel heldur einhvernvegin missum tökin á leiknum, fáum á okkur mark og fannst við svona ekki nógu góðir seinasta part leiksins"

Aðspurður hvort það væri ennþá von hjá Þrótturum

Já meðan að tölfræðin segir okkur að við erum ekki farnir niður þá er von og við höldum í þá von, við munum berjast til síðasta blóðdropa í því en eins og ég segi við gerum okkur verkefnið erfiðara með að ná ekki í stig, það er alveg klárt. Þannig þetta er orðið ofsalega þungt verkefni en meðan það er von munum við berjast fyrir okkar sæti"

Úrslitin í öðrum leikjum hafa ekki fallið með þeim og þetta hafði hann að segja um leik Selfossar og Aftureldingar og aðra leiki í kringum þá.

„Nei nei en það sem skiptir okkur máli er að við náum í stig og það er nú svona grunnurinn að þessu öllu en jú svo skiptir máli hvernig leikirnir fara í kringum okkur"

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner