Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   lau 28. ágúst 2021 18:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Þór getur tæknilega séð enn fallið
Lengjudeildin
Bakare náði ekki að stela sigrinum.
Bakare náði ekki að stela sigrinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór 0 - 0 Fjölnir
Lestu um leikinn

Niðurstaðan var markalaus jafntefli í lokaleik dagsins í Lengjudeild karla.

Þór fékk Fjölnir í heimsókn og voru heimamenn sterkari í fyrri hálfleik. Fjölnir fékk þó dauðafæri til að komast yfir áður en hálfleiksflautið gall; Michael Bakare nýtti sér það ekki.

Seinni hálfleikurinn var ekki mjög tíðindamikill en undir lok hans - rétt áður en flautað var - komst Bakare aftur nálægt því að skora. „Valdimar á góða stungusendingu og Bakare nær lúmsku skoti rétt fyrir utan teig Þórs. Daði ver í horn," skrifaði Daníel Smári Magnússon í beinni textalýsingu.

Lokatölur 0-0 í þessum leik og á Þór tæknilega séð enn möguleika á að falla. Þór á fjóra leiki eftir og er níu stigum frá fallsæti. Þróttur, sem er í 11. sæti, á þrjá leiki eftir. Fjölnir er í fjórða sæti deildarinnar með 30 stig.

Önnur úrslit í dag:
Lengjudeildin: Víkingur Ólafsvík fallið (Staðfest) - Arnór Gauti með þrennu
Athugasemdir
banner
banner
banner