Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. ágúst 2021 11:05
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Man City með óbreytt lið annan leikinn í röð í fyrsta sinn síðan 2017
Mynd: Getty Images
Manchester City og Arsenal mætast í Ensku Úrvalsdeildinni kl 11:30 í dag.

Manchester City vann 5-0 gegn Norwich um síðustu helgi. Fyrsta mark leiksins var sjálfsmark hjá Tim Krul síðan skoruðu Grealish, Laporte, Sterling og Mahrez eitt mark hver.

Pep Guardiola þjálfari City er þekktur fyrir að breyta liðinu milli leikja og er það farið að þekkjast undir nafninu Pep rúllettan.

Byrjunarliðið í dag er hinsvegar óbreytt frá leiknum gegn Norwich og það er í fyrsta sinn sem byrjunarlið City er óbreytt milli leikja í deildinni síðan sama liðið byrjaði gegn Chelsea og Stoke árið 2017.

„Ég er kannski með óbreytt lið í fyrsta sinn þar sem við fengum loksins góða hvíld milli leikja." Sagði Guardiola og hló í viðtali fyrir leikinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner