Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 28. ágúst 2021 18:55
Daníel Smári Magnússon
Orri Hjaltalín: Eina sem vantaði var að skora mörk
Lengjudeildin
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Orri sá miklar framfarir á sínum mönnum frá síðustu leikjum.
Mynd: Raggi Óla
„Ég var bara mjög sáttur við mjög margt í leik minna manna. Eina sem vantaði var að skora mörk og í síðustu leikjum höfum við verið að skapa lítið, en í dag sköpuðum við alveg heilan helling. Ég hreinlega skil ekki hvernig við náðum ekki að skora allavega eitt mark,'' sagði Orri Freyr Hjaltalín, þjálfari Þórs, eftir 0-0 jafntefli gegn Fjölni í Lengjudeild karla.

Lestu um leikinn: Þór 0 -  0 Fjölnir

Eftir afar erfiða þrautagöngu í undanförnum leikjum að þá ná Þórsarar loksins í stig. Það hefur verið mikið um meiðsli í herbúðum Þórs og Orri brá á það ráð að setja miðvörðinn Birgi Ómar Hlynsson í framherjastöðuna. Það borgaði sig næstum því, þar sem að Birgir var ansi nálægt því að skora fyrir heimamenn í fyrri hálfleik.

„Það hrjá töluverð meiðsli okkur þessa dagana og við krydduðum aðeins uppá nýju. Settum Bigga uppá topp, hann er nú hafsent að upplagi og vorum svona að hreyfa bæði í taktík og öðru. Mér fannst það bara virka nokkuð vel í dag, eina sem vantaði var bara að skora einhver mörk.''

Þórsarar hafa í raun ekki uppá neitt að spila nema stoltið. Þeir sitja í 10. sæti, níu stigum frá fallsæti.

„Við náttúrulega erum ekkert í felum með það að við viljum vera ofar í töflunni og eigum fjóra leiki eftir. Og það er bara okkar markmið að reyna að klifra upp um einhver sæti,'' sagði Orri.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.




Athugasemdir
banner
banner
banner