Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. ágúst 2021 21:40
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Rosalega erfitt að sjá að Guðna sé stætt að halda starfi"
Mynd tekin fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ í dag.
Mynd tekin fyrir utan höfuðstöðvar KSÍ í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Henry ræddi um óþægilegt andrúmsloft á fréttamannafundi KSÍ á miðvikudaginn.
Henry ræddi um óþægilegt andrúmsloft á fréttamannafundi KSÍ á miðvikudaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er krísuástand hjá KSÍ en stjórn sambandsins fundaði í allan dag. Á sama tíma og stjórnin hóf fundarhöld fór útvarpsþátturinn Fótbolti.net í loftið á X977 en þar var rætt um stöðu mála.

„Guðni var gripinn í bólinu að fara ekki með rétt mál, hann sagði að þetta væri misskilningur. Ótrúleg ummæli, hann var ekki skýr í málflutningi sínum við Stöð 2 og Kastljós," sagði Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður í þættinum.

Henry segir að KSÍ hafi farið illa með dauðafæri á fréttamannafundinum síðasta miðvikudag þegar landsliðshópurinn var kynntur. Allir hafi vitað af hvaða toga spurningarnar á fundinum yrðu.

„Þar gat KSÍ tæklað málin og sýnt samfélagslega ábyrgð en menn voru með stæla og voru í vörn. Formaðurinn var þess utan í felum, hann mætti ekki á fundinn. Þarna var tækifæri fyrir Guðna að sýna hvernig leiðtogi hann er. Hann faldi sig á efri hæðinni. Öll svör og annað sem komu á þessum fundi voru mjög skrýtin, það er eins og menn hafi ekkert undirbúið sig."

„Guðni er í þröngri stöðu. Guðni bara laug, hann fór með rangt mál. Yfirlýsing KSÍ frá 17. ágúst heldur engu vatni, það er rosalega erfitt að sjá það að Guðna sé stætt að halda starfi," sagði Henry.

Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson tóku undir það í þættinum að staða Guðna héngi á bláþræði. „Ég sé ekki undankomuleið, það kæmi mér á óvart ef hann myndi halda formannsstólnum," sagði Elvar og Benedikt bætti við: „Það er sótt að úr öllum áttum, þetta er ekki eins og formaðurinn sé úti í horni. Hann er í holu, það verður erfitt að grafa sig upp úr henni."

Sjá einnig:
KSÍ hefur fundað í allan dag og fundar áfram á morgun
Útvarpsþátturinn - Spjótin beinast að KSÍ og Ronaldo rauður á ný
Athugasemdir
banner
banner
banner