Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 28. ágúst 2021 17:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skoðaði VAR-skjáinn í eina sekúndu og leikurinn breyttist
James var sendur í sturtu.
James var sendur í sturtu.
Mynd: EPA
Það var mikil dramatík undir lok fyrri hálfleiks í stórleik Liverpool og Chelsea sem er núna í gangi á Anfield.

Kai Havertz kom Chelsea í forystu í leiknum en Liverpool hefur staðið sig með prýði í fyrri hálfleik og jafnaði verðskuldað áður en flautað var til hálfleiks.

Markið skoraði Mohamed Salah úr vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hendi Reece James á marklínunni.

Anthony Taylor dæmdi ekkert fyrst en leit á VAR-skjáinn í um það bil eina sekúndu og komst þá að þeirri niðustöðu að dæma víti. Hann gaf James einnig rautt spjald.

Hægt er að skoða myndband af atvikinu hérna.

Seinni hálfleikurinn er framundan og verður það erfitt fyrir Chelsea, einum færri.
Athugasemdir
banner
banner
banner