Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. ágúst 2021 07:40
Fótbolti.net
Stóru málin með Henry Birgi á X977 i dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X977 alla laugardaga klukkan 12. Upptaka af þættinum kemur svo inn á hlaðvarpsveitur

Það er nóg að ræða í þættinum í dag eftir mikla fótboltafréttaviku. Elvar Geir Magnússon og Benedikt Bóas Hinriksson stýra þættinum þessa vikuna.

Gestur er íþróttafréttamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson og fréttir vikunnar verða skoðaðar með honum.

Spjótin beinast að forystu KSÍ sem verst alvarlegum ásökunum. Þá var áhugaverður landsliðshópur kynntur í vikunni og andrúmsloftið á fréttamannafundinum var óhefðbundið. Henry var staddur á fundinum. Framundan eru þrír landsleikir á Laugardalsvelli í undankeppni HM.

Þá verður rætt um Pepsi Max-deildina, endurkomu Cristiano Ronaldo til Manchester United, Lengjudeildina og eitthvað fleira.

Þátturinn þessa vikuna verður aðeins styttri en venjan er, hann verður á dagskrá milli 12 og 13:30 á X977.
Athugasemdir
banner
banner