Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 28. ágúst 2021 18:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Lewandowski skoraði þrennu en Alfreð kom ekki við sögu
Robert Lewandowski.
Robert Lewandowski.
Mynd: Getty Images
Alfreð Finnbogason.
Alfreð Finnbogason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayer Leverkusen er á toppnum.
Bayer Leverkusen er á toppnum.
Mynd: Getty Images
Robert Lewandowski skoraði þrennu þegar Bayern München vann öruggan sigur gegn Hertha Berlín í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Thomas Muller kom Bayern yfir eftir sex mínútna leik og bætti Lewandowski við öðru mark leiksins á 34. mínútu. Hinn efnilegi Jamal Musiala skoraði þriðja mark Bayern snemma í seinni hálfleiknum.

Lewandowski bætti svo við tveimur mörkum áður en flautað var af og lokatölur 5-0 fyrir Bayern sem er með sjö stig eftir fyrstu þrjá leiki tímabilsins.

Alfreð Finnbogason sneri aftur í leikmannahóp Augsburg í dag eftir meiðsli. Hann var á meðal varamanna í 1-4 tapi gegn Bayer Leverkusen. Alfreð, sem er ekki í landsliðshópi Íslands fyrir leiki í september, kom ekki við sögu í leiknum.

Augsburg er í næst neðsta sæti deildarinnar eftir fyrstu þrjá leikina með aðeins eitt stig.

Freiburg, Mainz og Köln unnu sína leiki í dag og þá var niðurstaðan jafntefli í leik Arminia Bielefeld og Eintracht Frankfurt. Á toppnum eru Bayer Leverkusen, Bayern og Freiburg með sjö stig.

Bayern 5 - 0 Hertha
1-0 Thomas Muller ('6 )
2-0 Robert Lewandowski ('34 )
3-0 Jamal Musiala ('49 )
4-0 Robert Lewandowski ('70 )
5-0 Robert Lewandowski ('84 )

Stuttgart 2 - 3 Freiburg
0-1 Woo-Yeong Jeong ('3 )
0-2 Woo-Yeong Jeong ('9 )
0-3 Lucas Holer ('28 )
1-3 Hamadi Al Ghaddioui ('45 )
2-3 Konstantinos Mavropanos ('45 )

Mainz 3 - 0 Greuther Furth
1-0 Anderson Lucoqui ('15 )
2-0 Adam Szalai ('18 )
3-0 Kevin Stoger ('90 )

Augsburg 1 - 4 Bayer
1-0 Iago ('3 , sjálfsmark)
2-0 Florian Niederlechner ('14 , sjálfsmark)
3-0 Florian Niederlechner ('30 )
3-1 Patrik Schick ('75 )
3-2 Florian Wirtz ('81 )

Arminia Bielefeld 1 - 1 Eintracht Frankfurt
0-1 Jens Hauge ('22 )
1-1 Patrick Wimmer ('86 )

Köln 2 - 1 Bochum
1-0 Louis Schaub ('82 )
2-0 Tim Lemperle ('90 )
2-1 Simon Zoller ('90 )
Athugasemdir
banner
banner