Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 28. ágúst 2021 08:45
Elvar Geir Magnússon
Vilhjálmur Alvar dæmir leik FH og Víkings
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er gríðarleg spenna í titilbaráttu Pepsi Max-deildarinnar þar sem þrjú lið berjast um Íslandsmeistaratitilinn. Í fallbaráttunni er líka spenna og útlit fyrir skemmtilegar lokaumferðir.

19. umferðin verður leikin um helgina en hún hefst í kvöld með leik Vals og Stjörnunnar sem Jóhann Ingi Jónsson sér um að dæma.

Valur er í öðru sæti en Breiðablik komst á toppinn í vikunni. Blikar leika gegn Fylki á morgun og mun Erlendur Eiríksson dæma þann leik. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leik FH og Víkings en Víkingar eru í þriðja sæti.

laugardagur 28. ágúst
19:15 Valur-Stjarnan | Jóhann Ingi Jónsson

sunnudagur 29. ágúst
16:00 KA-ÍA | Elías Ingi Árnason
17:00 FH-Víkingur R. | Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
17:00 KR-Leiknir R. | Helgi Mikael Jónasson
19:15 Fylkir-Breiðablik | Erlendur Eiríksson
19:15 HK-Keflavík | Ívar Orri Kristjánsson
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner