Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. ágúst 2022 15:54
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Besta deildin: Andri Rúnar með tvö mörk í sigri á Stjörnunni
Andri Rúnar Bjarnason
Andri Rúnar Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

ÍBV 3 - 1 Stjarnan
0-1 Einar Karl Ingvarsson ('23 )
1-1 Andri Rúnar Bjarnason ('39 )
2-1 Andri Rúnar Bjarnason ('41 )
3-1 Arnar Breki Gunnarsson ('56 )
Rautt spjald: Jóhann Árni Gunnarsson, Stjarnan ('53)
Lestu um leikinn

ÍBV og Stjarnan áttust við í fyrsta leik 19. umferðar Bestu deildarinnar í dag.


Bæði lið komu særð í leikinn en ÍBV tapaði gegn íA í síðustu umferð á meðan Stjarnan hefur tapað síðustu tveimur leikjum ansi illa.

Stjarnan varð fyrir áfalli strax á 5. mínútu þegar Emil Atlason þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Stjörnumenn voru sterkari í upphafi leiks og það skilaði sér á 23. mínútu þegar Einar Karl Ingvarsson kom boltanum framhjá Guðjóni Orra í marki ÍBV 1-0.

Fyrir lok fyrri hálfleiks höfðu Eyjamenn snúið þessu sér í vil en Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk með tveggja mínútna millibili og sá til þess að Eyjamenn fóru með forystuna inn í hálfleik.

Útlitið varð dekkra fyrir Stjörnunna þegar Jóhann Árni Gunnarsson fékk sitt annað gula spjald snemma í síðari hálfleik.

Eyjamenn nýttu sér liðsmuninn og  Arnar Breki Gunnarsson gulltryggði sigurinn eftir tæplega klukkutíma leik. 3-1 lokatölur.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner