Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. ágúst 2022 16:05
Sverrir Örn Einarsson
Byrjunarlið Keflavíkur og ÍA: Frans Elvarsson akkeri á miðju Keflavíkur
Frans Elvarsson
Frans Elvarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík tekur á móti ÍA á HS Orkuvellinum í 19.umferð Bestu deildar karla en flautað verður til leiks í Keflavík. Mikið er undir fyrir bæði lið en heimamenn þurfa nauðsynlega á þremur stigum að halda í baráttunni um að ná sjötta sæti deildarinnar og þar með sæti í efri riðli hennar eftir skiptingu. Á sama tíma eru Skagamenn að berjast fyrir lífi sínu í botnsæti deildarinnar og útlitið ekki gott eftir erfitt sumar.


Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 ÍA

Hjá Keflavík tekur Kian Williams út leikbann, þá fer Ernir Bjarnason á bekkinn. Inn í liðið koma þeir Dagur Ingi Valsson og Frans Elvarsson.

Hjá Skagamönnum fer Oliver Stefánsson á bekkinn fyrir Tobias Stagaard.


Byrjunarlið Keflavík:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
4. Nacho Heras
5. Magnús Þór Magnússon (f) (f)
6. Sindri Snær Magnússon
7. Rúnar Þór Sigurgeirsson
10. Dagur Ingi Valsson
16. Sindri Þór Guðmundsson
23. Joey Gibbs
24. Adam Ægir Pálsson
25. Frans Elvarsson
26. Dani Hatakka

Byrjunarlið ÍA:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
0. Gísli Laxdal Unnarsson
2. Tobias Stagaard
3. Johannes Vall
7. Christian Köhler
10. Steinar Þorsteinsson
11. Kaj Leo Í Bartalstovu
18. Haukur Andri Haraldsson
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Árni Salvar Heimisson
39. Kristian Lindberg
Athugasemdir
banner
banner
banner