Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. ágúst 2022 15:01
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Fyrsti sigur West Ham - Saint-Maximin tryggði Newcastle stig
Pablo Fornals var hetja West Ham
Pablo Fornals var hetja West Ham
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Tveimur leikjum er lokið í ensku úrvalsdeildinni í dag. West Ham vann sinn fyrsta sigur í deildinni þegar liðið lagði Aston Villa af velli.


Aston Villa voru fyrri til að koma boltanum í netið, það gerði Ezri Konsa þegar boltinn barst til hans eftir hornspyrnu. Markið var hins vegar dæmt af þar sem boltinn fór útaf þegar hornspyrnan var tekin.

Villa var mun betri aðilinn í fyrri hálfleik en leikmenn West Ham vöknuðu til lífsins í þeim síðari.

Þegar rúmur stundarfjórðungur var til leiksloka átti Pablo Fornals skot sem fór af varnarmanni og sveif yfir Emi Martinez í marki Aston Villa og í netið.

Það reyndist sigurmarkið og fyrsti sigur West Ham kominn í hús.

Aston Villa 0 - 1 West Ham
0-1 Pablo Fornals ('74 )

Wolves komst yfir gegn Newcastle með glæsilegu marki frá Ruben Neves undir lok fyrri hálfleiks.

Raul Jimenez bætti öðru marki við þegar skammt var til leiksloka en markið dæmt af þar sem Pedro Neto braut af sér í uppbyggingunni en hann lagði markið upp.

Það reyndist dýrkeypt þar sem Allan Saint-Maximin tryggði Newcastle stig einnig með stórkostlegu skoti fyrir utan vítateig.

Fabien Scher hefði getað tryggt Newcastle öll stigin en skot hans beint úr aukaspyrnu með síðustu spyrnu leiksins fór framhjá markinu.

Wolves 1 - 1 Newcastle
1-0 Ruben Neves ('38 )
1-1 Allan Saint-Maximin ('90 )


Athugasemdir
banner
banner