Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 28. ágúst 2022 17:26
Brynjar Ingi Erluson
England: Kane afgreiddi Nottingham Forest - Erfið byrjun hjá Son
Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham
Harry Kane skoraði bæði mörk Tottenham
Mynd: EPA
Heung-Min Son skoraði 23 mörk á síðasta tímabili en hefur ekki enn komist á blað í fyrstu fjórum leikjum þessa tímabils
Heung-Min Son skoraði 23 mörk á síðasta tímabili en hefur ekki enn komist á blað í fyrstu fjórum leikjum þessa tímabils
Mynd: EPA
Nott. Forest 0 - 2 Tottenham
0-1 Harry Kane ('5 )
0-1 Harry Kane ('56 , Misnotað víti)
0-2 Harry Kane ('81 )

Tottenham Hotspur er með tíu stig eftir fjóra leiki eftir að hafa unnið Nottingham Forest, 2-0, á City Ground í ensku úrvalsdeildinni í dag en það var Harry Kane sem gerði bæði mörk gestanna.

Það tók Kane aðeins fimm mínútur að gera fyrsta mark Tottenham í leiknum. Dejan Kulusevski stal boltanum, kom honum inn á Kane sem skoraði með góðu skoti. Þetta var sömuleiðis tíunda stoðsending Kulusevski síðan hann gekk í raðir Tottenham í febrúar.

Forest fékk fínasta færi í byrjun síðari hálfleiksins en Ryan Yates fór þá illa að ráði sínu og kom boltanum rétt framhjá markinu.

Nokkrum mínútum síðar fengu gestirnir vítaspyrnu. Steve Cook handlék þá knöttinn í teignum. Kane fór á punktinn en Dean Henderson sá við honum.

Neco Williams komst nálægt því að jafna metin rétt eftir vítið en skot hans rétt framhjá markinu.

Heung Min-Son hefur aðeins átt eina stoðsendingu í fyrstu fjórum leikjunum og verið ólíkur sjálfum sér, en hann var markahæsti maður deildarinnar ásamt Mohamed Salah á síðasta tímabili. Hann átti gott skot en Henderson varði vel. Honum var síðan skipt af velli þegar tæpar tuttugu mínútur voru eftir.

Kane gerði út um leikinn þegar níu mínútur voru eftir. Richarlison átti góða fyrirgjöf beint á kollinn á Kane sem skilaði boltanum í netið.

Lokatölur 2-0 fyrir Tottenham sem er með 10 stig eftir fjóra leiki á meðan Forest er með 4 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner