Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. ágúst 2022 10:50
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Gallagher sendir frá sér afsökunarbeiðni
Mynd: EPA

Chelsea vann Leicester 2-1 í gær en liðið var manni færri í klukkutíma eftir að Conor Gallagher lét reka sig af velli í fyrri hálfleik.


Hann hafði fengið gult spjald á 22. mínútu og fékk sitt annað gula spjald aðeins sex mínútum síðar fyrir að stöðva skyndisókn. Thomas Tuchel stjóri Chelsea var ekki sáttur með hann eftir leikinn.

Gallagher baðst afsökunar á Instagram síðu sinni eftir leikinn

„Ég vil biðja samherja mína, starfsliðið og stuðningsmenn afsökunar. Ég tek fulla ábyrgð á þessari skyndi ákvörðun sem skildi samherja mína eftir með risa áskorun það sem eftir lifði leiks. Sem betur fer kláruðu þeir þetta," skrifaði Gallagher á Instagram. 

Sjá einnig:
Tuchel ósáttur við Gallagher - „Þú getur ekki gert þetta"


Athugasemdir
banner
banner
banner