Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   sun 28. ágúst 2022 19:35
Daníel Smári Magnússon
Hallgrímur Jónasson: Hefðum bara átt að vinna þennan leik
Undanúrslit í bikar næst. ,,Skemmtileg gulrót sem að bíður.''
Hallgrímur var svekktur, en ánægður með margt í leik sinna manna.
Hallgrímur var svekktur, en ánægður með margt í leik sinna manna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson, aðstoðarþjálfari KA, var svekktur eftir 2-3 tap sinna manna gegn Víkingi R. í toppslag liðanna í Bestu-deild karla. 

„Við erum gríðarlega svekktir. Fannst við gera margt vel og hefðum bara átt að vinna þennan leik. Maður hefði verið svekktur með jafntefli en það er virkilega þungt að tapa þessum leik. Við spilum fínt, við sköpum færi, við skorum mörk en því miður þá verjumst við ekki nógu vel í þessum atvikum þar sem að þeir skora og það er eitthvað sem að við þurfum að kíkja á,'' sagði Hallgrímur.


Lestu um leikinn: KA 2 -  3 Víkingur R.

Í kjölfar glæsimarks Nökkva Þeys var meðbyrinn allur KA megin. Stúkan trallandi og leikmenn gíraðir, hefði liðið ekki bara átt að ganga á lagið?

„Já, ég er sammála því. Það var þannig stemning hérna og við svolítið með leikinn. Við fáum á okkur tvö mörk eftir fyrirgjafir. Annars vegar fyrirgjöf úti á kantinum, þar erum við með nóg af mönnum inni í boxinu. Þar klárum við bara ekki okkar mann og svo eftir horn, sem að er ekki gott. Við höfum ekki verið að fá svona mörk á okkur, fáum þau á okkur í dag og það skilur á milli, því að við erum að skapa . Skorum tvö flott mörk og meira að segja markið í fyrri hálfleik, að mínu viti bara löglegt, sem að er dæmt af okkur. Við skjótum í stöng, þannig að við erum að gera vel fram á við en varnarlega að fá á sig þrjú mörk á heimavelli og í öllum mörkunum fannst mér við eiga að geta gert betur. Það svíður,'' sagði Hallgrímur.

Það er skammt stórra högga á milli hjá KA, rétt eins og Víkingum. Bæði lið eru komin í undanúrslit Mjólkurbikarsins og mæta KA menn FH í Kaplakrika, á meðan að Víkingur heimsækir Breiðablik. 

„Við leyfum okkur að vera svekktir í kvöld, svo mætum við hérna á morgun og tölum aðeins um hlutina. Svo er það bara einbeiting á FH frá og með morgundeginum. Það er bara hörkuspennandi og alltaf ótrúlega spennandi að komast langt í bikarnum og það er skemmtileg gulrót sem að bíður ef að við klárum FH,'' sagði Hallgrímur að lokum.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner