Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 28. ágúst 2022 10:30
Brynjar Ingi Erluson
Jón Daði frá í tvær vikur - „Við söknum hans"
Jón Daði Böðvarsson
Jón Daði Böðvarsson
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsframherjinn Jón Daði Böðvarsson verður ekki með Bolton næstu tvær vikurnar vegna meiðsla aftan í læri. Ian Evatt, stjóri félagsins, staðfesti þessar fregnir í dag.

Jón Daði kom til Bolton í janúar á þessu ári og var ekki lengi að koma sér fyrir í liðinu.

Hann er dýrkaður og dáður af stuðningsmönnum liðsins en var ekki með liðinu í gær er liðið tapaði fyrir Plymouth, 2-0.

Jón Daði er að glíma við meiðsli aftan í læri og verður ekki klár fyrr en eftir tvær vikur.

„Jón verður frá í tvær vikur. Við söknum hans og það hefur ekki gengið vel án þeirra," sagði Evatt en fleiri lykilmenn eru á meiðslalistanum.

Bolton er í 10. sæti C-deildarinnar með 8 stig eftir sex leiki en Jón Daði hefur spilað fimm þeirra og lagt upp eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner