Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 28. ágúst 2022 16:16
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kane kominn með 200 mörk í deildarkeppni
Mynd: EPA

Tottenham er marki yfir í hálfleik gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni.


Harry Kane skoraði markið eftir aðeins fimm mínútna leik. Þetta mark er ansi stórt fyrir hann en þetta er 200. markið sem hann skorar í deildarkeppni á Englandi.

Hann hefur skoraði 186 mörk fyrir Tottenham í úrvalsdeildinni. Hann skoraði fimm mörk fyrir Leyton Orient í League One tímabilið 2010/11, sjö mörk fyrir Millwall í Championship árið eftir og tvö fyrir Leicester í Championship deildinni.

Það er alls ekki ólíklegt að hann bæti enn frekar við í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner