Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. ágúst 2022 18:24
Brynjar Ingi Erluson
Man Utd og Ajax að ná saman um Antony - Gerir fimm ára samning
Antony er á leið til Manchester United
Antony er á leið til Manchester United
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Antony er loksins að fá sínu fram og mun ganga í raðir Manchester United frá Ajax en þetta kemur fram í enskum og hollenskum fjölmiðlum í dag.

Antony, sem er 22 ára gamall, hefur opnað sig um það að hann hefur dreymt um það síðan í febrúar að ganga til liðs við Manchester United og reynt að gera allt til að það verði að veruleika.

Hann hefur til þessa skrópað á æfingar með liðinu og ekki verið í leikmannahópnum undanfarið.

Man Utd hefur lagt fram nokkur tilboð í sóknarmanninn en Ajax hefur hafnað þeim til þessa. Félagið hefur ekki viljað hlusta á tilboð United en nú er breyting á.

Ajax er nú reiðubúið að samþykkja 85 milljón punda tilboð United og er verið að ganga frá öllum helstu atriðum. Antony mun skrifa undir fimm ára samning með möguleika á að framlengja um ár til viðbótar.

Félögin eru nú að ræða sín á milli hvernig strúkturinn á greiðslunni verður.

Antony verður fimmti leikmaðurinn sem Erik ten Hag fær til United í sumar á eftir þeim Tyrell Malacia, Christian Eriksen, Lisandro Martínez og Casemiro.
Athugasemdir
banner
banner