Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 28. ágúst 2022 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Samúel kveður Viking - „Sérstakur staður í hjarta mínu"
Samúel Kári Friðjónsson
Samúel Kári Friðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenski landsliðsmaðurinn Samúel Kári Friðjónsson er að ganga í raðir Atromitos í Grikklandi frá norska félaginu Viking en hann sendi frá sér kveðju á Instagram í gær.

Atromitos og Viking hafa komist að samkomulagi um kaupverð en hann fer í læknisskoðun á morgun áður en hann skrifar undir samning við félagið.

Hann verður liðsfélagi Viðars Arnar Kjartanssonar hjá Atromitos og eru Íslendingarnir í grísku úrvalsdeildinni því sex talsins.

Samúel kom til Viking frá Paderborn fyrir þremur árum og varð bikarmeistari með liðinu á fyrsta ári sínu þar. Hann sendi kveðju á stuðningsmenn Viking í gær og þakkaði fyrir tíma sinn hjá félaginu.

„Þá er komið að því að kveðja stað sem mun alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu með ógleymanlegum augnablikum sem ég mun aldrei gleyma. Þetta byrjaði í 2019 með bikarnum og resting segir sig sjálf. Ég óska ykkur alls hins besta á næstu árum og ég mun yfirgefa þennan stað með bros á vör og með vinasamböndum sem munu var að eilífu. Takk fyrir allt," skrifaði Samúel á Instagram-síðu sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner