Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   sun 28. ágúst 2022 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Sigurvin Ólafs: Hefði ekki verið ósanngjarnt ef FH hefði farið með þrjú stig héðan
Sigurvin Ólafsson
Sigurvin Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vuk Oskar féll í teignum undir lokin en ekkert var dæmt
Vuk Oskar féll í teignum undir lokin en ekkert var dæmt
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Sigurvin Ólafsson, aðstoðarþjálfari FH, var nokkuð sáttur við að fara með stig heim af Meistaravöllum eftir markalaust jafntefli við KR, en segir líka að það hefði alveg eins verið sanngjarnt að fara með þrjú stig heim í dag.

Lestu um leikinn: KR 0 -  0 FH

Bæði lið sköpuðu sér færi í dag en undir lokin gat FH stolið þessu er Steven Lennon átti skot sem Beitir Ólafsson varði.

Þá vildu FH-ingar fá vítaspyrnu er Kristinn Jónsson sparkaði í Vuk Oskar Dimitrijevic í teignum en Helgi Mikael Jónasson var fastur í sinni ákvörðun og veifaði þessu burt.

Markalaust jafntefli var það og var Sigurvin nokkuð sáttur við þá niðurstöðu.

„Já, það var 0-0 og lítið um færi og fyrir okkur þjálfarana var mikið að gerast en fyrir áhorfendur var þetta örugglega ekki nógu skemmtilegt."

„Þetta er aðallega þegar maður er búinn að liggja svona niðri og við erum ekki búnir að sjá boltann í smástund og þegar við vinnum hann þá verða menn smá æstir að leita að úrslitasendingunni. Við vorum hársbreidd frá því en hefðum mátt vera örlítið yfirvegaðri á boltanum."

„Ég get ekki sagt annað. Á lokasekúndunum vorum við líklegir og fáum tvö skot í blálokin og horn og fleira. Eigum svo að fá vítaspyrnu þegar Vuk er sparkaður niður. Það hefði ekki verið ósanngjarnt ef FH hefði farið með þrjú stig héðan,"
sagði Sigurvin við Fótbolta.net.

FH er í í svolítið öðruvísi baráttu í ár en síðustu ár. Liðið er í neðri hluta deildarinnar og í fallbaráttu með ÍA og Leikni, en ÍA vann góðan 1-0 sigur á Keflavík í dag og er því einu stigi á eftir FH.

„Við erum komnir í þessa keppni og koma liðum niður fyrir okkur og safna stigum. Það hefur gengið vel upp á síðkastið en hin liðin eru í sömu baráttu þannig það er skemmtilegt."

Sigurvin er ánægður með liðsandann í liðinu, eitthvað sem hefur vantað meirihluta mótsins.

„Já, frábært að sjá í dag var þessi liðsandi. Vorum mjög skipulagðir og unnum hver fyrir annan og héldu aganum varnarlega. Vörðumst eins og ljón en í síðasta leik var þetta öðruvísi, vorum einum fleiri og meiri tíma til að byggja upp sóknir. Tveir mismunandi leikir og bæði leikjum sýndu þeir frábæra frammistöðu," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner