Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 28. ágúst 2022 19:55
Sverrir Örn Einarsson
Sindri Kristinn: Auðvitað andar köldu milli liðanna
Sindri Kristinn Ólafsson
Sindri Kristinn Ólafsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér fannst við heilt yfir vera miklu betri aðilinn en það er eitthvað. Við erum ekki búnir að skora núna í þremur leikjum í röð og við getum bara ekki drullað boltanum yfir línuna. En "scrappy" fótboltaleikur,lítið um gæði og bara mjög svekkjandi.“
Voru orð Sindra Kristins Ólafssonar markvarðar Keflavíkur eftir 1-0 ósigur hans og líðsfélaga gegn ÍA í Keflavík í dag.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 ÍA

Sindri kom inn á það í svari sínu að Keflavík hefði ekki skorað núna í þremur leikjum í röð eða frá því að liðið vann 2-1 sigur á Leikni. Öllum þessum leikjum hefur Patrik Johannesen misst af vegna meiðsla. Sakna þeir hans?

„Auðvitað munar um Patrik, þetta er einn besti maðurinn okkar en fjandinn hafi það. Við erum að fá fullt af færum og eigum bara að drulla boltanum yfir línuna sama hvort Patrik sé í liðinu eða ekki. Þetta er bara lélegt af okkar hálfu.“

Það hefur verið einkenni leikja Keflavíkur og ÍA að undanförnu að talsverður hiti er á vellinum og jafnvel í stúkunni líka. Ĺeikurinn í dag var engin undantekning en hart var barist á vellinum auk þess sem hiti var í stúkunni á meðan á leik stóð og eftir hann sömuleiðis.

„Auðvitað andar köldu milli liðanna miðað við söguna og fortíðina. Við hötum að tapa á móti Skagagnum og Skaginn hatar að tapa á móti okkur og mér finnst ekkert skrýtið að það sé æsingur hérna í stúkunni.“

Sagði Sindri en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner