Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 28. ágúst 2022 22:54
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Markaveisla í Bremen
Eintracht Frankfurt náði í fyrsta sigur tímabilsins
Eintracht Frankfurt náði í fyrsta sigur tímabilsins
Mynd: Getty Images
Werder 3 - 4 Eintracht Frankfurt
0-1 Mario Gotze ('2 )
1-1 Anthony Jung ('14 )
2-1 Leonardo Bittencourt ('17 )
2-2 Randal Kolo Muani ('32 )
2-3 Jesper Lindstrom ('39 )
2-4 Djibril Sow ('48 )
3-4 Niclas Fullkrug ('90 , víti)

Evrópudeildarmeistarar Eintracht Frankfurt unnu magnaðan 4-3 sigur á Werder Bremen í þýsku deildinni í dag en fimm af sjö mörkum leiksins voru skoruð í fyrri hálfleik.

Mario Götze, sem gekk í raðir Frankfurt í sumar, kom liðinu yfir á 2. mínútu áður en Anthony Jung jafnaði tólf mínútum síðar. Leonardo Bittencourt kom Bremen yfir fimm mínútum síðar áður en Randal Kolo Muani jafnaði eftir hálftímaleik.

Jesper Lindström kom Frankfurt í forystu sex mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Svissneski miðjumaðurinn Djibril Sow tvöfaldaði forystu Frankfurt í upphafi síðari hálfleiks.

Bremen fékk víti undir lok leiks sem Niclas Fullkrug skoraði úr en lengra komst Bremen ekki og lokatölur 4-3 fyrir Frankfurt sem var að vinna sinn fyrsta sigur í deildinni á þessari leiktíð og er nú með fimm stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leverkusen 30 25 5 0 75 20 +55 80
2 Bayern 30 21 3 6 87 37 +50 66
3 Stuttgart 30 20 3 7 68 36 +32 63
4 RB Leipzig 30 18 5 7 69 34 +35 59
5 Dortmund 30 16 9 5 58 35 +23 57
6 Eintracht Frankfurt 30 11 12 7 46 40 +6 45
7 Freiburg 30 11 7 12 42 53 -11 40
8 Augsburg 30 10 9 11 48 49 -1 39
9 Hoffenheim 30 11 6 13 53 60 -7 39
10 Heidenheim 30 8 10 12 43 52 -9 34
11 Werder 30 9 7 14 38 50 -12 34
12 Gladbach 30 7 10 13 53 60 -7 31
13 Wolfsburg 30 8 7 15 35 50 -15 31
14 Union Berlin 30 8 5 17 26 50 -24 29
15 Mainz 30 5 12 13 31 48 -17 27
16 Bochum 30 5 12 13 34 60 -26 27
17 Köln 30 4 10 16 23 53 -30 22
18 Darmstadt 30 3 8 19 30 72 -42 17
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner