Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 28. ágúst 2022 10:00
Brynjar Ingi Erluson
Varði 19 skot og setti nýtt met - „Hættið að skjóta, hann á skilið stig úr þessum leik!"
Yann Sommer
Yann Sommer
Mynd: EPA
Svissneski markvörðurinn Yann Sommer átti eina af og ef ekki bestu frammistöðu sem sést hefur í þýsku deildinni í gær en hann varði 19 skot í 1-1 jafntefli Borussia Monchengladbach gegn Bayern München.

Það er hreint út sagt með ólíkindum að Bayern hafi ekki skorað fleiri mörk í leiknum en það er aðeins einum manni að þakka; Yann Sommer.

Hann varði nítján skot í leiknum og setti þar með nýtt met en enginn markvörður hefur varið fleiri skot í einum leik í efstu deild í Þýskalandi.

Sommer varði mörg dauðafæri í leiknum og náði í þetta stig fyrir Gladbach. Þýska félagið gekk svo langt á Twitter með því að biðja Bayern vinsamlegast um að hætta að skjóta því Sommer ætti skilið stig úr leiknum.

Hægt er að sjá vörslurnar hjá Sommer í myndbandinu hér fyrir neðan.




Athugasemdir
banner
banner
banner