Í kvöld var lið ársins í Inkasso-deild karla opinberað á Hard Rock. Fótbolti.net fylgdist vel með Inkasso-deildinni í sumar og fékk þjálfara og fyrirliða deildarinnar til að velja lið keppnistímabilsins. Hér að neðan má líta það augum en einnig var opinberað val á þjálfara og leikmanni ársins ásamt efnilegasta leikmanninum.
Úrvalslið ársins 2018:
Arnar Freyr Ólafsson - HK
Birkir Valur Jónsson - HK
Guðmundur Þór Júlíusson - HK
Arnór Snær Guðmundsson - ÍA
Hörður Ingi Gunnarsson - ÍA
Kwame Quee - Víkingur Ó.
Nacho Gil - Þór
Arnar Már Guðjónsson - ÍA
Alvaro Montejo Calleja - Þór
Viktor Jónsson - Þróttur
Guðmundur Magússon - Fram
Varamannabekkur:
Árni Snær Ólafsson - ÍA
Emmanuel Eli Keke - Víkingur Ó.
Leifur Andri Leifsson - HK
Emir Dokara - Víkingur Ó.
Ásgeir Marteinsson - HK
Gonzalo Zamorano - Víkingur Ó.
Bjarni Gunnarsson - HK
Aðrir sem fengu atkvæði í úrvalsliðið:
Markverðir: Robert Blakala (Njarðvík), Aron Birkir Stefánsson (Þór).
Varnarmenn: Óskar Zoega Óskarsson (Þór), Ingiberg Ólafur Jónsson (HK), Einar Logi Einarsson (ÍA), Þórður Þ. Þórðarson (ÍA), Loftur Páll Eiríksson (Þór), Miroslav Pushkarov (Leiknir R.), Bjarki Þór Viðarsson (Þór), Michael Newberry (Víkingur Ó.), Guðmundur Friðriksson (Þróttur R.),Baldvin Ólafsson (Magni), Sveinn Óli Birgisson (Magni), Aron Elí Sævarsson (HK), Nacho Heras (Víkingur Ó.), Kristján Páll Jónsson (Leiknir R.), Magnús Þór Magnússon (Njarðvík), Mihajlo Jakimoski (Fram).
Miðjumenn: Arnar Aðalgeirsson (Haukar), Alexander Helgi Sigurðarson (Víkingur Ó.), Ibrahim Sorie Barrie (Víkingur Ó.), Jasper van der Heyden (Þróttur R.), Kenneth Hogg (Njarðvík), Tómas Óli Garðarsson (Leiknir R.), Birkir Þór Guðmundsson (Þróttur), Ólafur Örn Eyjólfsson (HK), Sævar Atli Magnússon (Leiknir R.), Albert Hafsteinsson (ÍA) Orri Sigurjónsson (Þór), Andri Fannar Freysson (Njarðvík), Tiago Fernandes (Fram).
Sóknarmenn: Stefán Teitur Þórðarson (ÍA), Daði Bergsson (Þróttur), Steinar Þorsteinsson (ÍA).
Þjálfari ársins: Brynjar Björn Gunnarsson - HK
Brynjar Björn kom HK upp í Pepsi-deildina á sínu fyrsta ári sem aðalþjálfari. Þessi fyrrum atvinnu og landsliðsmaður tók við HK eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni. HK-ingar voru með sterka liðsheild í sumar og varnarleikur liðsins var frábær. Samtals fékk HK einungis á sig 13 mörk í 22 leikjum.
Aðrir sem fengu atkvæði sem þjálfari ársins: Rafn Markús Vilbergsson (Njarðvík), Jóhannes Karl Guðjónsson (ÍA), Lárus Orri Sigurðsson (Þór), Páll Viðar Gíslason (Magni).
Leikmaður ársins:Viktor Jónsson - Þróttur R.
Viktor fór á kostum í liði Þróttar í sumar og raðaði inn mörkum í Laugardalnum. 22 mörk í 21 leik og þar af skoraði hann fimm þrennur! Viktor fékk mikla yfirburðakosningu í vali á leikmanni ársins hjá þjálfurum og fyrirliðum. Spurning er hvort Þróttarar nái að halda honum innan sinna raða eða hvort stærri ævintýri bíði hans.
Aðrir sem fengu atkvæði sem leikmaður ársins: Bjarni Gunnarsson (HK), Ásgeir Marteinsson (HK), Kwame Quee (Víkingur Ó.), Nacho Gil (Þór), Arnar Már Guðjónsson (ÍA), Guðmundur Þór Júlíusson (HK), Alvaro Montejo Calleja (Þór).
Efnilegastur: Stefán Teitur Þórðarson - ÍA
Hinn 19 ára gamli Stefán Teitur greip tækifærið vel í liði ÍA á þessu tímabili. Eftir að hafa fengið smjörþefinn í Pepsi-deildinni í fyrra þá var þessi efnilegi framherji fastamaður í liði ÍA í sumar. Skoraði tíu mörk í Inkasso-deildina og hjálpaði Skagamönnum að endurheimta sæti sitt í Pepsi-deildinni.
Aðrir sem fengu atkvæði sem efnilegastur: Sæva Atli Magnússon (Leiknir R.), Sólon Breki Leifsson (Leiknir R.), Birkir Valur Jónsson (HK), Hörður Ingi Gunnarsson (ÍA), Steinar Þorsteinsson (ÍA), Guðmundur Axel Hilmarsson (Selfoss), Bjarni Aðalsteinsson (Magni), Bjarki Steinn Bjarkason (ÍA), Aron Elí Sævarsson (HK).
Ýmsir molar:
- Viktor Jónsson var með fullt hús í vali á liði ársins, 22 atkvæði af 22 mögulegum.
- Viktor er annað árið í röð í liði ársins og í þriðja skipti á síðustu fjórum árum. Árið 2016 spilaði hann með Víkingi R. í Pepsi-deildinni.
- Leifur Andri Leifsson, fyrirliði HK, er annað árið í röð á bekknum í liði ársins.
- Annað árið í röð kemur þjálfari ársins frá HK en í fyrra var Jóhannes Karl Guðjónsson þjálfari ársins þegar hann var með liðið.
- Rafn Markús Vilbergsson varð annar í kjöri á þjálfara ársins í ár en hann stýrði nýliðum Njarðvíkur í 6. sætið. Rafn var þjálfari ársins í 2. deildinni í fyrra.
- ÍR og Selfoss féllu en engir leikmenn úr þessum liðum fengu atkvæði
- Níu leikmenn fengu atkvæði í lið ársins úr toppliðum HK og ÍA. Átta leikmenn frá Víkingi Ólafsvík fengu atkvæði.
- Einungis fjórir markverðir fengu atkvæði að þessu sinni en 23 varnarmenn.
Athugasemdir