Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. september 2021 18:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aron Jó gæti verið á heimleið
Aron Jóhannsson.
Aron Jóhannsson.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Aron Jóhannsson er mögulega á heimleið samkvæmt heimildum 433.is.

Samkvæmt vefmiðlinum, þá er Aron að funda með félögum hér á Íslandi. Hann er búinn að funda með einu félagi og eru fleiri fundir á dagskrá hjá honum.

Aron er fæddur árið 1990 og uppalinn í Fjölni þar sem hann spilaði þrjú tímabil með liðinu áður en hann var seldur til AGF í Danmörku. Þar sló hann í gegn.

Sóknarmaðurinn öflugi hefur síðan þá leikið fyrir AZ Alkmaar, Werder Bremen, Hammarby og nú síðast Lech Poznan. Hann yfirgaf pólska félagið þar sem hann var að glíma við meiðsli.

Heimildir 433.is herma að Aron sé ekki búin að taka ákvörðun um að snúa heim til Íslands en það virðist vera möguleiki í ljósi þessara funda. Hann æfði með Val síðasta vetur.

Aron ólst upp á Íslandi og á íslenska foreldra, en hann fæddist í Bandaríkjunum og kaus að spila fyrir bandaríska landsliðið. Hann á 19 landsleiki að baki fyrir Bandaríkin og spilaði meðal annars fyrir hönd þjóðarinnar á HM 2014 í Brasilíu.
Athugasemdir
banner
banner