Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. september 2021 19:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bernardo Silva með eitt ótrúlegasta klúður ársins
Bernardo Silva.
Bernardo Silva.
Mynd: EPA
Það er búið að flauta til hálfleiks í leik Paris Saint-Germain og Manchester City í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Það var miðjumaðurinn Idrissa Gueye sem skoraði eina mark fyrri hálfleiksins.

Gestirnir í Manchester City fengu svo sannarlega tækifæri til að jafna metin. Enginn fékk betra færi en Portúgalinn Bernardo Silva. Honum tókst á einhvern ótrúlegan hátt að setja boltann yfir markið nánast fyrir opnu marki.

Hann hefði getað jafnað metin fyrir City en tókst það ekki. PSG leiðir því í hálfleik.

Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hérna.
Athugasemdir
banner