Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. september 2021 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Curtis Jones sýndi sig og sannaði
Curtis Jones.
Curtis Jones.
Mynd: EPA
Curtis Jones fékk tækifæri hjá Liverpool í kvöld gegn Porto í Meistaradeildinni.

Það er óhætt að segja að þessi efnilegi miðjumaður hafi nýtt það tækifæri. Hann sýndi það sem hann hefur upp á að bjóða með stórkostlegri frammistöðu.

„Stórkostlegur. Kraftmikið hlaup og skot skiluðu fyrsta markinu. Mikið orka og vildi alltaf keyra fram á við. Byrjaði sóknina í öðru markinu og átti stoðsendinguna í hinum þremur mörkunum. Mögnuð frammistaða," segir í einkunnagjöf Liverpool Echo frá leiknum. Þar fær Jones níu í einkunn. Hann er að gera tilkall til að byrja gegn Manchester City á sunnudag.

Einkunnir Liverpool Echo úr 5-1 sigrinum á Porto: Alisson 7, Milner 7, Matip 7, Van Dijk 7, Robertson 8, Fabinho 8, Henderson 7, Jones 9, Salah 8, Jota 7, Mane 7.
(Firmino 8, Gomez 6, Minamino 6, Oxlade-Chamberlain 6).


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner