Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. september 2021 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Donnarumma hlær að umræðunni
Gianluigi Donnarumma.
Gianluigi Donnarumma.
Mynd: EPA
Ítalski markvörðurinn Gianluigi Donnarumma lék í kvöld loksins sinn fyrsta leik í Meistaradeildinni.

Donnarumma skipti yfir til PSG í sumar, á frjálsri sölu frá ítalska stórliðinu AC Milan. Hann náði aldrei að spila í Meistaradeildinni með Milan.

Hann hefur byrjað tímabilið sem varamarkvörður fyrir Kaylor Navas í París. Hann fékk hins vegar tækifæri í kvöld gegn Manchester City í Meistaradeildinni. Hann hélt hreinu í 2-0 sigri.

Eftir leik sagði Donnarumma að hann hefði heyrt talað um að hann væri strax á förum frá PSG þar sem hann hefur verið á bekknum í upphafi tímabils. „Ég hló þegar ég sá þetta. Ég er mjög ánægður hjá PSG. Leyfið þeim að tala, félagið er að styðja við bakið á mér."

Donnarumma varð í sumar Evrópumeistari með Ítalíu. Það er spurning hvernig fyrirkomulagið verður hjá PSG í vetur því þeir eru með tvo mjög góða markverði.
Athugasemdir
banner
banner
banner