Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. september 2021 19:27
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Ég fékk blikk í andlitið að Óli Jó yrði áfram"
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH á enn eftir að tilkynna með það hver verður þjálfari liðsins á næsta tímabili.

Ólafur Jóhannesson stýrði liðinu stærstan hluta síðasta tímabils og var talað um það í Innkastinu að líklegast væri að hann yrði áfram við stjórnvölinn.

„Ég var niðri í bæ á föstudag. Ég fékk blikk í andlitið að Óli Jó yrði áfram. Ég ætla ekki að segja ykkur hver gerði það, en það er mjög líklegt að það gerist," sagði Sverrir Mar Smárason.

„Ég sé bara ekki hver annar ætti að taka þetta," sagði Tómas Þór Þórðarson.

Ólafur gerði bara samning út tímabilið og því þarf að endursemja við hann FH-ingar vilja halda honum. Hann hefur einnig verið orðaður við endurkomu í Stjörnuna. Sögusagnir hafa verið um að Ólafur vilji fá Sigurbjörn Hreiðarsson sem sinn aðstoðarmann.

„Ég gæti alveg séð það gerast. Að Davíð Þór (Viðarsson) færi þá í eitthvað aðalþjálfaragigg annars staðar á meðan. Og kæmi svo inn í FH eftir það," sagði Sverrir.

En Davíð Þór sem yfirmaður fótboltamála hjá FH? Bara pæling," sagði Elvar Geir Magnússon.

Hægt er að hlusta á allt Innkastið hér að neðan.
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner