Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 28. september 2021 20:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fannst De Bruyne stálheppinn - „Rautt spjald, ekki spurning"
Kevin de Bruyne.
Kevin de Bruyne.
Mynd: Getty Images
Kevin de Bruyne var líklega örlítið heppinn að sleppa bara með gult spjald fyrir tæklingu sem hann átti í leik gegn Paris Saint-Germain sem er núna í gangi.

Liðin eru að mætast í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Staðan þegar þessi frétt er skrifuð er 1-0 fyrir PSG.

De Bruyne fór fyrst í boltann en fylgdi á eftir og fór illa í Idrissa Gueye, miðjumann PSG. Hann fékk gult spjald og stóð það eftir VAR-skoðun.

Margrét Lára Viðarsdóttir, helsta markadrotting Íslandssögunnar, er sérfræðingur á Stöð 2 Sport í kvöld. Henni fannst De Bruyne eiga að fá rautt.

„Þetta er bara klárt rautt spjald. Hann missir boltann frá sér og fer klaufalega inn í þetta. Þetta er hættulega tækling og Gueye var heppinn að sleppa frá þessu," sagði Margrét Lára.

Þjálfarinn Ólafur Kristjánsson var sammála. „Þetta er rautt spjald, ekki spurning. Hann missir stjórn á hreyfingunni og fer í legginn á honum."

Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hérna.


Athugasemdir
banner
banner
banner