Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. september 2021 11:55
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Finnst að Kyle McLagan eigi að vera hjá Fram ef hann verður á Íslandi
Kyle McLagan.
Kyle McLagan.
Mynd: Raggi Óla
Kyle McLagan er samningslaus eftir virkilega gott tímabil með Fram í Lengjudeildinni. Kyle gekk í raðir Fram um mitt sumar í fyrra og var í sumar valinn í lið ársins hér á Fótbolta.net. Fram setti stigamet í Lengjudeildinni og spilar í efstu deild á næsta tímabili.

Kyle er varnarmaður sem fæddur er árið 1995 og hefur verið greint frá því að Víkingur hafi látið Fram vita að félagið ætlaði að ræða við Kyle um samning.

Sjá einnig:
Arnar um McLagan: Ég þarf að ræða við hann

Þeir Indriði Áki Þorláksson og Gunnar Gunnarsson, leikmenn Fram, voru gestir í Enski boltinn hlaðvarpinu í síðustu viku. Þeir voru spurðir út í Kyle.

„Hann er alveg frábær. Ég hef ekki farið í felur með það hversu góður mér finnst hann. Hann er með allan pakkann, sterkur, fljótur, góður á boltann, stekkur hæð sína og er mjög traustur varnarmaður. Hann gerir fá sem engin mistök og maður treystir honum rosalega vel," sagði Gunnar sem lék við hlið Kyle á tímabilinu.

„Ég myndi segja að það sé mikilvægt að halda honum. Hann gefur ekkert upp, þögull sem gröfin," sagði Gunnar aðspurður hvort honum þætti líklegt að Kyle yrði áfram.

„Auðvitað vonar maður að hann verði áfram og aðallega ef hann verður áfram á Íslandi þá finnst manni að hann eigi að vera hjá okkur. Maður verður ekkert pirraður ef hann fer út, það er bara gaman ef það opnast fyrir honum. Maður vill helst halda honum ef hann verður áfram á Íslandi," sagði Indriði Áki.
Enski boltinn - Umferðin skoðuð og horft Fram á við
Athugasemdir
banner
banner
banner