Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 28. september 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forgangsmál hjá Gróttu að ráða þjálfara
Lengjudeildin
Ágúst Gylfason og Christopher Arthur Brazell
Ágúst Gylfason og Christopher Arthur Brazell
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta á eftir að tilkynna um nýja þjálfara fyrir meistaraflokka félagsins. Ágúst Gylfason hætti sem þjálfari karlaliðsins og Magnús Örn Helgason sem þjálfari kvennaliðsins.

Fótbolti.net forvitnaðist um þróunina á þjálfaramálum hjá Gróttu.

„Það er allt á milljón að reyna þjálfara í bæði lið, karla og kvenna. Helgin var vel nýtt og við erum að vona þetta verði klárt á næstu viku, tíu dögum. Það er svona sá tímaramminn sem við erum að vinna með," sagði Kári Garðarsson, framkvæmdastjóri Gróttu.

Eruði einungis að ræða við Íslendinga eða ræðið þið við erlenda aðila líka?

„Það er bara bæði og. Við erum með málið í fullum gangi, þetta er forgangsmál hjá fótboltadeildinni að klára þetta," sagði Kári.

Bretinn Christopher Arthur Brazell sem starfar í þjálfun yngri flokka félagsins og var aðstoðarþjálfari Ágústs hefur verið orðaður við starfið hjá karlaliðinu. Einnig hafa þeir Brynjar Björn Gunnarsson og Rafn Markús Vilbergsson verið nefndir.
Athugasemdir
banner
banner
banner