Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. september 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Greyið kallinn"
Stubbur var virkilega góður í sumar.
Stubbur var virkilega góður í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dýrkeypt mistök.
Dýrkeypt mistök.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
KA var í þriðja sæti Pepsi Max-deildarinnar fyrir lokaumferðina sem fram fór á laugardag. Liðið var stigi fyrir ofan KR og hefði með sigri gegn FH endað í þriðja sæti. Það sæti gæti orðið mjög dýrmætt ef Víkingur verður bikarmeistair. Þá verður 3. sætið Evrópusæti og það lið tekur þátt í Sambandsdeildinni á næsta ári.

KA gerði 2-2 jafntefli gegn FH á meðan KR lagði Stjörnuna og því endaði KR í 3. sætinu. Lokaumferðin var gerð upp í Innkastinu sem má nálgast hér neðst í fréttinni.

Lestu um leikinn: KA 2 -  2 FH

„Enn og aftur eru FH-ingar að skemmileggja, þeir eyðilögðu öll partý nema Víkings, þar skutu þeir bara yfir og í stöngina" sagði Tómas Þór Þórðarson en FH vann gegn Breiðabliki í næst síðustu umferð sem varð til þess að Víkingur var í bílstjórasætinu í barátunni um Íslandsmeistaratitilinn.

„Þetta setur rosalega súran blett og ótrúlegt óbragð í munninn get ég ímyndað mér hjá KA-mönnum. Við erum búnir að tala um það í sumar að Arnar Grétarsson sé búinn að snúa hlutunum við. Góðir leikmenn komið inn, ungu strákarnir fengið að spila, öskubuskuævintýri í Stubbi, eru ekki með neinn 'out-and-out striker' en samt að skora. Þegar það fór að halla á markaskorun þá fóru þeir að finna mörk í föstum leikatriðum."

„Grímsi frábær á þessu tímabili, selja út besta leikmanninn sinn en ná samt að redda sér. Það er hægt að hrósa þeim fyrir svo ótrúlega margt. Þeir þurftu að spila á útivelli á heimavelli. Þeir fá svo leik gegn FH sem hefur að engu að keppa, vinna ekki og Evrópusætið er farið - tímabilið búið,"
sagði Tómas.

Leikurinn endaði 2-2 og skoraði Ólafur Guðmundsson fyrra mark FH eftir hornspyrnu sem Stubbur ætlaði að grípa en missti frá sér. Markið kom FH í 0-1.

Steinþór Már Auðunsson, Stubbur, var einn besti leikmaður KA í sumar og einn besti markvörður deildarinnar á þessu tímabili. Hann átti að vera vararmarkvörður fyrir Kristijan Jajalo í sumar en Jajalo meiddist rétt fyrir mót og Stubbur steig þá inn í hans hutverk.

„Þú talar um öskubuskuævintýrið hjá Stubbi, hann náttúruega gefur fyrsta markið í leiknum - missir boltann," sagði Elvar Geir.

„Valdi rangt augnablik maður, greyið kallinn," sagði Tómas.
Arnar Grétars: Tilfinningin var eins og að tapa
Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner