Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. september 2021 22:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Sáum að Porto horfði á síðasta leik okkar
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool.
Mynd: Getty Images
„Fyrst og fremst eru það úrslitin sem eru mikilvægust. Að vinna eins og við gerðum, gerir þetta enn betra," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 5-1 sigur gegn Porto í riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins á fyrsta klukkutímanum; Salah gerði tvö. Roberto Firmino kom svo inn á sem varamaður og skoraði tvö til viðbótar eftir að Porto hafði minnkað muninn; lokatölur 5-1 fyrir Liverpool.

„Við sáum að Porto horfði á síðasta leik okkar gegn Brentford. Þeir voru mjög beinskeyttir til að byrja með. Við náðum að leysa úr því skref fyrir skref inn á vellinum."

Liverpool gerði 3-3 jafntefli við Brentford en náði að leysa úr sóknarleik Porto í kvöld, að mestu leyti.

„Við skoruðum ekkert stórkostleg mörk í fyrri hálfleiknum, en þau voru mikilvæg. Við stjórnuðum ferðinni í seinni hálfleik og Porto átti í miklum vandræðum. Við spiluðum stórkostlega á milli línanna, en við töpuðum líka boltanum í stöðum þar sem við áttum ekki að tapa honum. Varnarlega vorum við stórkostlegir."

„Ég er ánægður að Diogo Jota hafi ekki skorað. Hann skorar bara í leikjum þar sem við þurfum á mörkum hans að halda. Við þurftum ekki á þeim að halda í kvöld."

„Þetta var gott kvöld fyrir okkur," sagði Klopp en Liverpool er með fullt hús eftir tvo leiki í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner