þri 28. september 2021 19:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Líklegt að Alexander-Arnold missi af stórleiknum
Trent Alexander-Arnold.
Trent Alexander-Arnold.
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold er fjarri góðu gamni núna þegar Liverpool er að spila við Porto í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Hann er að glíma við nárameiðsli.

Núna segir The Athletic frá því að meiðslin séu það slæm að hann verði ekki heldur með í stórleiknum gegn Manchester City á sunnudag.

Það er risastór leikur enda tvö lið sem ætla sér að berjast um meistaratitilinn.

Þetta er mikið áfall þar sem Alexander-Arnold skiptir miklu máli fyrir Liverpool-liðið, þá sérstaklega sóknarlega.

James Milner er að spila í hægri bakverði hjá Liverpool í kvöld og hann kemur þá væntanlega til með að byrja gegn Man City líka, í þeirri stöðu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner