Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 28. september 2021 18:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Ajax gerir það gott - Markalaust í Úkraínu
Ajax fer vel af stað á þessu tímabili.
Ajax fer vel af stað á þessu tímabili.
Mynd: Getty Images
Hollenska stórliðið Ajax er svo sannarlega að gera það gott í upphafi þessa tímabils.

Ajax er á toppnum í Hollandi með 19 stig eftir sjö leiki; liðið hefur skorað 30 mörk og fengið á sig eitt mark. Liðið fer líka vel af stað í Meistaradeildinni.

Ajax tók á móti Besiktas í dag í Amsterdam og gekk frá leiknum í fyrri hálfleiknum. Steven Berghuis skoraði á 17. mínútu og bætti Sebastian Haller við öðru marki rétt áður en flautað var til hálfleiks.

Hollenska liðið hefur unnið fyrstu tvo leiki sína í C-riðlinum og er þar á toppnum.

Shakhtar Donetsk og Inter voru einnig að mætast. Þar var niðurstaðan markalaust jafntefli. Bæði lið töpuðu í fyrstu umferð og fara ekki vel af stað í riðlakeppninni. Real Madrid og Sheriff eru einnig í þessum riðli og þau mætast einnig í kvöld.

Ajax 2 - 0 Besiktas
1-0 Steven Berghuis ('17 )
2-0 Sebastian Haller ('43 )

Shakhtar D 0 - 0 Inter
Athugasemdir
banner
banner
banner