þri 28. september 2021 17:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Van Dijk ekki hvíldur og Messi byrjar
Van Dijk byrjar í kvöld.
Van Dijk byrjar í kvöld.
Mynd: Heimasíða Liverpool
Messi er klár.
Messi er klár.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hvíldi nokkra lykilmenn í síðasta Meistaradeildarleik gegn AC Milan. Liverpool mætir Porto í kvöld og Klopp er ekki mikið að hvíla að því virðist vera.

Trent Alexander-Arnold er meiddur og því byrjar James Milner í hægri bakverði. Virgil van Dijk var hvíldur gegn Milan og hann byrjar í dag. Sadio Mane byrjar jafnframt í dag, með Mohamed Salah og Diogo Jota í fremstu víglínu.

Curtis Jones fær tækifæri til að láta ljós sitt skína inn á miðsvæðinu. Liðið er mjög sterkt.

Byrjunarlið Porto: Costa, Corona, Pepe, Marcano, Zaidu, Oliveira, Uribe, Otávio, Díaz, Taremi, Martínez.

Byrjunarlið Liverpool: Alisson, Milner, Matip, Van Dijk, Robertson, Fabinho, Jones, Henderson, Mane, Salah, Jota.
(Varamenn: Adrian, Kelleher, Konate, Keita, Firmino, Gomez, Oxlade-Chamberlain, Minamino, Tsimikas, Origi, Phillips, Williams)

Messi er klár í slaginn
Argentíski snillingurinn Lionel Messi hefur verið að glíma við meiðsli en hann er klár í slaginn gegn Manchester City í kvöld. Hann er að mæta sínum fyrrum þjálfara, Pep Guardiola. Messi var líka orðaður við Man City en endaði í París.

Byrjunarlið Man City: Ederson, Walker, Dias, Laporte, Cancelo, Rodri, Mahrez, De Bruyne, Bernardo Silva, Grealish, Sterling.
(Varamenn: Steffen, Carson, Stones, Ake, Jesus, Torres, Fernandinho, Foden, McAtee, Wilson-Esbrand)

Byrjunarlið PSG: Donnarumma, Hakimi, Marquinhos, Kimpembe, Nuno Mendes, Verratti, Herrera, Gueye, Neymar, Messi, Mbappe.
(Varamenn: Navas, Letellier, Paredes, Icardi, Danilo, Dagba, Wijnaldum, Kurzawa, Diallo, Draxler, Kehrer, Dina Ebimbe)

Leikir kvöldsins:

A-riðill
19:00 RB Leipzig - Club Brugge (Viaplay)
19:00 PSG - Man City (Beint á Stöð 2 Sport)

B-riðill
19:00 Milan - Atletico Madrid (Beint á Stöð 2 Sport)
19:00 Porto - Liverpool (Viaplay)

C-riðill
16:45 Ajax - Besiktas (Viaplay)
19:00 Dortmund - Sporting (Viaplay)

D-riðill
16:45 Shakhtar D - Inter (Beint á Stöð 2 Sport)
19:00 Real Madrid - Sherif (Beint á Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner