Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. september 2021 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Messi skoraði, flott hjá Liverpool og ótrúleg úrslit
Messi flottur.
Messi flottur.
Mynd: EPA
Sheriff lagði Real Madrid.
Sheriff lagði Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Frábær frammistaða hjá Liverpool!
Frábær frammistaða hjá Liverpool!
Mynd: EPA
Lionel Messi opnaði markareikning sinn fyrir Paris Saint-Germain er liðið vann flottan sigur gegn Manchester City í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Messi skoraði annað mark liðsins eftir gífurlega flott samspil. Áður hafði Idrissa Gueye komið PSG yfir í fyrri hálfleiknum.

Man City fékk svo sannarlega tækifæri til að skora, en þetta var ekki kvöldið þeirra. Kevin de Bruyne, miðjumaðurinn magnaði, var heppinn að fá ekki rautt spjald í fyrri hálfleiknum.

Frábær sigur hjá PSG, sem er núna með fjögur stig í A-riðlinum. Club Brugge er einnig með fjögur stig eftir stórgóðan sigur gegn RB Leipzig í kvöld. Man City er með þrjú stig og Leipzig er án stiga.

Ein ótrúlegustu úrslit í sögu Meistaradeildarinnar
Einhver ótrúlegustu úrslit í sögu Meistaradeildarinnar komu í kvöld, á Santiago Bernabeu í Madríd. Þar fékk spænska stórveldið Real Madrid lið Sheriff frá Moldavíu í heimsókn. Sheriff er í fyrsta sinn í riðlakeppninni.

Sheriff gerði sér lítið fyrir og tók öll stigin þrjú úr þessum leik. Jasur Jakhshibaev sá til þess að Sheriff var 1-0 yfir í hálfleik, en Karim Benzema jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Madrídinga.

Heimamenn fengu tækifæri til að komast yfir, en í staðinn tók Sheriff aftur forystuna í uppbótartímanum. Sebastien Thill skoraði sigurmarkið.

Hreint út sagt ótrúlegt og er Sheriff núna með sex stig eftir tvo leiki; þeir unnu Shakhtar í fyrsta leik. Real Madrid er með þrjú stig, og bæði Shakhtar og Inter eru með eitt stig.

Liverpool með fullt hús
Liverpool vann frekar þægilegan sigur á Porto í kvöld, eftir rússíbanareið gegn AC Milan í fyrstu umferð. Mohamed Salah og Sadio Mane skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins á fyrsta klukkutímanum. Roberto Firmino kom svo inn á sem varamaður og skoraði tvö eftir að Porto hafði minnkað muninn; lokatölur 5-1 fyrir Liverpool.

Í hinum leiknum í B-riðlinum vann Atletico Madrid dramatískan sigur á AC Milan á útivelli. Luis Suarez skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma. Liverpool

Liverpool er með sex stig, Atletico fjögur stig, Porto eitt stig og AC Milan án stiga.

Þá vann Dortmund 1-0 sigur gegn Sporting Lissabon í C-riðlinum. Donyell Malen skoraði þar sitt fyrsta mark fyrir Dortmund, sem er með sex stig í riðlinum - rétt eins og Ajax.

A-riðill:
Paris Saint Germain 2 - 0 Manchester City
1-0 Idrissa Gueye ('8 )
2-0 Lionel Andres Messi ('74 )

RB Leipzig 1 - 2 Club Brugge
1-0 Christopher Nkunku ('5 )
1-1 Hans Vanaken ('22 )
1-2 Mats Rits ('41 )

B-riðill:
Porto 1 - 5 Liverpool
0-1 Mohamed Salah ('18 )
0-2 Sadio Mane ('45 )
0-3 Mohamed Salah ('60 )
1-3 Mehdi Taremi ('75 )
1-4 Roberto Firmino ('77 )
1-5 Roberto Firmino ('83 )

Milan 1 - 2 Atletico Madrid
1-0 Rafael Leao ('20 )
1-1 Antoine Griezmann ('84 )
1-2 Luis Suarez ('90 , víti)
Rautt spjald: Franck Kessie, Milan ('29)

C-riðill:
Borussia D. 1 - 0 Sporting
1-0 Donyell Malen ('37 )

D-riðill:
Real Madrid 1 - 2 Sheriff
0-1 Jasur Jakhshibaev ('25 )
1-1 Karim Benzema ('65 , víti)
1-2 Sebastien Thill ('90 )

Önnur úrslit:
Meistaradeildin: Ajax gerir það gott - Marklaust í Úkraínu
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner