Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 28. september 2021 20:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mögnuð innkoma hjá Elíasi - Hann og Jón Dagur í liði vikunnar
Elías Rafn Ólafsson.
Elías Rafn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson hefur aldeilis átt góða innkomu í lið Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni.

Hinn 21 árs gamli Elías hefur haldið hreinu í öllum þeim fjórum leikjum sem hann hefur spilað í dönsku úrvalsdeildinni, og er liði vikunnar - aðra vikuna í röð núna.

Elías, sem er stór og stæðilegur, hlýtur að gera tilkall í íslenska A-landsliðshópinn fyrir komandi verkefni í otkóber.

Markvörðurinn efnilegi er ekki eini Íslendingurinn í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni. Þar er líka kantmaðurinn Jón Dagur Þorsteinsson, sem hefur verið að spila vel með AGF að undanförnu.

Jón Dagur skoraði sigurmark AGF gegn SönderjyskE og tók áhugavert fagn.

Kantmaðurinn var í A-landsliðshópi síðast og verður það væntanlega aftur. Hópurinn verður kynntur síðar í þessari viku.



Athugasemdir
banner
banner
banner