Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. september 2021 12:28
Elvar Geir Magnússon
Roger Hunt fyrrum leikmaður Liverpool og Englands látinn - Skoraði gegn KR
Roger Hunt var þekktur sem 'Sir Roger' meðal stuðningsmanna Liverpool.
Roger Hunt var þekktur sem 'Sir Roger' meðal stuðningsmanna Liverpool.
Mynd: Getty Images
Roger Hunt, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, er látinn 83 ára að aldri.

Hann var þekktur sem 'Sir Roger' meðal stuðningsmanna Liverpool en hann var hluti af enska landsliðinu sem vann HM 1966. Hann lék alla leik Englands í keppninni og skoraði þrívegis.

Hann er markahæsti leikmaður Liverpool í deildakeppni með 244 mörk.

Hann lék 34 landsleiki fyrir England og skoraði átján mörk

Hunt skrifaði undir hjá Liverpool 1958 og lék sinn síðasta leik fyrir félagið 1969. Undir stjórn goðsognarinnar Bill Shankly þá hjálpaði hann hann liðinu eða komast upp í efstu deild 1962 með því að skora 41 mark.

Hann vann Englandsmeistaratitilinn með Liverpool 1964 og 1966 og bikarmeistaratitilinn 1965.

Hann skoraði gegn KR í sögufrægum leik 1964 en leikurinn var fyrsti Evrópuleikur Liverpool og einnig fyrsti Evrópuleikur KR.


Athugasemdir
banner