Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 28. september 2021 11:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sorgmæddur yfir stöðu Sancho
Jadon Sancho
Jadon Sancho
Mynd: EPA
Manchester United keypti í sumar Jadon Sancho frá Dortmund. Sancho hefur ekki byrjað vel hjá United og var ónotaður varamaður í síðasta leik. Sancho hefur komið við sögu í sjö leikjum í upphafi tímabilsins en ekki náð að koma að marki.

Hans-Joachim Watzke, stjórnarformaður Dortmund, tjáði sig um Sancho í viðtali á dögunum.

„Ég elska Jadon. Þegar þú sérð hann spila þá færðu tár í augun. Það særir sál mína að hann fái ekki meira traust. Ég held að vandamálið hans er að hann er ekki með hlutverk í enska landsliðinu," sagði Watzke.

Það má gera ráð fyrir því að Sancho verði í byrjunarliði Manchester United gegn Villarreal í Meistaradeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner