Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 28. september 2021 15:15
Fótbolti.net
Svona gekk spáin í Pepsi Max - Magnaðir Víkingar og vonbrigði Vals og Fylkis
Víkingar unnu það magnaða afreka að verða Íslandsmeistarar.
Víkingar unnu það magnaða afreka að verða Íslandsmeistarar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótbolti.net gaf út spá sína fyrir Pepsi Max-deild karla í sumar. Fótbolti.net spáði Val titlinum og ÍA og Leikni falli. Ekkert af því rættist.

Íslandsmeistarar Víkings komu langmest á óvart samkvæmt spánni. Eftir að hafa lent í 10. sæti í fyrra var Víkingum spáð sjöunda sæti í ár en þeir enduðu á toppnum.

Mestu vonbrigðin samkvæmt spánni voru hjá Val og Fylki sem bæði enduðu fjórum sætum neðar en liðunum var spáð. Fylkir féll ásamt HK en hvorugu liðinu var spáð niður fyrir tímabil.

Aðeins Breiðablik og Keflavík enduðu nákvæmlega í þeim sætum sem þeim var spáð í.

Lokastaðan í deildinni:
1. Víkingur (spáð 7. sæti) | +6
2. Breiðablik (spáð 2. sæti) | 0
3. KR (spáð 4. sæti) | +1
4. KA (spáð 5. sæti) | +1
5. Valur (spáð 1. sæti) | -4
6. FH (spáð 3. sæti) | -3
7. Stjarnan (spáð 6. sæti) | -1
8. Leiknir (spáð 12. sæti) | +4
9. ÍA (spáð 11. sæti) | +2
10. Keflavík (spáð 10. sæti) | 0
11. HK (spáð 9. sæti) | -2
12. Fylkir (spáð 8. sæti) | -4
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner