Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. september 2021 21:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Telja úrslitin þau óvæntustu í sögunni
Fagna marki á Santiago Bernabeu í kvöld.
Fagna marki á Santiago Bernabeu í kvöld.
Mynd: EPA
Sheriff Tiraspol frá Moldavíu vann magnaðan sigur á Real Madrid í annarri umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar í kvöld.

Sheriff gerði sér lítið fyrir og tók öll stigin þrjú úr þessum leik. Jasur Jakhshibaev sá til þess að Sheriff var 1-0 yfir í hálfleik, en Karim Benzema jafnaði úr vítaspyrnu fyrir Madrídinga.

Heimamenn fengu tækifæri til að komast yfir, en í staðinn tók Sheriff aftur forystuna í uppbótartímanum. Sebastien Thill skoraði sigurmarkið.

Í grein sinni um leikinn skrifar Evening Standard að þetta séu allra óvæntustu úrslit í sögu Meistaradeildarinnar; að Sheriff frá Moldavíu, sem er í fyrsta sinn í riðlakeppninni, hafi lagt þrettánfalda meistara Real Madrid að velli.

Það voru leikmenn frá Úsbekistan og Lúxemborg sem skoruðu mörkin fyrir Sheriff.

Sheriff var stofnað árið 1997 og er gríðarlega sigursælt í heimalandinu. Þetta er samt sem áður þeirra fyrsta ródeó í riðlakeppni Meistaradeildarinnar - líkt og fyrr segir.

Hægt er að lesa grein Evening Standard hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner