Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. október 2019 16:30
Magnús Már Einarsson
Áhorfendur sáu bleika boltann illa á Spáni
Úr leik Levante og Espanyol um helgina.
Úr leik Levante og Espanyol um helgina.
Mynd: Getty Images
Bleikur bolti frá Puma var frumsýndur í leikjum í spænsku úrvalsdeildinni um helgina.

Kynnt var á dögunum að þessi bolti yrði notaður þar til í lok febrúar eða yfir helstu vetrarmánuðina á Spáni.

Áður hafði verið notaður gulur bolti á veturnar á Spáni en ákveðið var að prófa bleikan bolta að þessu sinni.

Áhorfendur gagnrýndu boltann harðlega í leikjum helgarinnar þar sem erfitt reyndist að sjá boltann, bæði úr stúkunni og í sjónvarpi.

Spænska úrvalsdeildin hefur eftir kvartanir tilkynnt að bleiki boltinn verði einungis notaður í leikjum þar sem veðrið sé slæmt og því þurfa áhorfendur ekki að hafa áhyggjur af því að sjá boltann illa í næstu leikjum í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner