Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 28. október 2019 12:01
Magnús Már Einarsson
Ákvæði um framlengingu hjá Hamren - Heldur áfram út EM verkefnið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hlaðvarpsþátturinn Dr. Football greindi frá því í dag að samningur landsliðsþjálfarans Erik Hamren renni út um áramótin.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti við Fótbolta.net að þetta sé rétt en ákvæði sé í samningi hans um að framlengja samninginn fram yfir umspil fyrir Þjóðadeildina í mars eða úrslitakeppni EM. Guðni sagði í samtali við Fótbolta.net að Hamren muni stýra Íslandi áfram í umspili um Þjóðadeildinni sem og á EM næsta sumar ef liðið kemst þangað.

Ísland á ennþá möguleika á að komast beint á EM þó að hverfandi líkur séu á því eftir jafntefli Tyrklands gegn Frakklandi fyrr í mánuðinum. Ísland fer því væntanlega í umspil um sæti á EM í gegnum Þjóðadeildina í mars. Guðni segir að samningur Hamren framlengist sjálfkrafa eftir því hvaða verkefni Ísland fer í.

„Við erum með ákvæði um framhaldið, eftir því hvernig staðan er," sagði Guðni við Fótbolta.net í dag. „Samningurinn framlengist yfir verkefnin sem framundan eru, hvort sem það verður umspil eða úrslitakeppni EM."

Aðspurður hvort að öruggt sé að Hamren stýri Íslandi í umspilinu í mars ef svo fer sagði Guðni: „Já, það verður þannig."
Athugasemdir
banner
banner
banner