Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. október 2019 10:30
Magnús Már Einarsson
Allar líkur á að Atli Guðna verði áfram hjá FH
Atli Guðnason.
Atli Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Morten Beck.
Morten Beck.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, reiknar með því að kantmaðurinn öflugi Atli Guðnason spili áfram með liðinu næsta sumar. Hinn 35 ára gaml Atli hefur verið lykilmaður hjá FH í áraraðir en hann hefur íhugað að leggja skóna á hilluna. Ólafur reiknar hins vegar með að hann taki eitt ár til viðbótar.

„Já, ég tel allar líkur á því. Atli Guðnason var á mjög flottu róli í sumar og ég veit ekki betur en að Atli ætli að taka slaginn," sagði Ólafur í útvarpsþætti Fótbolta.net á X-inu á laugardag.

„Atli Guðnason er ævintýralega klókur leikmaður. Þegar þú sérð hann spila þá er hann ekki alltaf inn í leikjunum en mörk sem hann skorar, sendingar sem hann á og hvernig hann les leikinn. Hann er með fótbolta IQ á við það besta sem maður hefur séð."

„Það er unun að vinna með honum. Það fer ekki mikið fyrir honum en það má fara miklu meira fyrir honum. Hann hefur kannski liðið fyrir það að hann heldur sig til baka. Hann er frábær fótboltamaður og skemmtilegur karakter."


Vonast til að halda Morten Beck
Ólafur vonast einnig til að FH nái að framlengja samninginn við danska framherjann Morten Beck sem skoraði átta mörk í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni eftir að hann kom til félagsins í júlí.

„Hann kom hrikalega vel inn í liðið og félagið. Þetta er algjör öðlingur sem er góður í fótbolta. Ég þekkti hann hjá gamalli tíð. Bróðir hans spilaði hjá mér í Fram á sínum tíma (Martin Beck Andersen) og ég þekki pabba hans vel. Ég vissi að þetta var góður gaur og þeir sem ég talaði við hjá KR gáfu honum bestu meðmæli. Hann stóð alveg undir því," sagði Ólafur.

Viðræður í gangi við Gunnar Nielsen
Færeyski landsliðsmarkvörðurinn Gunnar Nielsen er einnig samningslaus en hann hefur verið hjá FH undanfarin þrjú ár. Gunnar meiddist í maí og náði ekki að vinna sætið aftur af Daða Frey Arnarssyni. Gunnar gæti gert nýjan samning við FH.

„Við erum að ræða við Gunnar núna hvort hann verði áfram eða ekki og hvort hann taki keppnina við Daða," sagði Ólafur í útvarpsþættinum á laugardag.
Óli Kristjáns fer yfir stöðu FH og framtíð íslenska boltans
Athugasemdir
banner
banner