Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. október 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Bakvörður Napoli líklega frá í fjóra mánuði
Kevin Malcuit og Arkadiusz Milik fagna með Napoli
Kevin Malcuit og Arkadiusz Milik fagna með Napoli
Mynd: Getty Images
Franski hægri bakvörðurinn Kevin Malcuit gæti verið frá í allt að fjóra mánuði eftir að hann meiddist í leik með Napoli gegn Spal í gær.

Malcuit, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Napoli frá Lille árið 2018 en hann hefur spilað undanfarna leiki með liðinu.

Hann hefur spilað 5 leiki á tímabilinu en nú er útlit fyrir að hann verði frá í fjóra mánuði.

Malcuit meiddist í 1-1 jafnteflinu gegn Spal í gær og er talið að hann hafi skaddað liðbönd í hné.

Það eru mikil meiðslavandræði í herbúðum Napoli og þá sérstaklega bakverðina en Mario Rui, Elseid Hysaj, Nikola Maksimovic og Faouzi Ghoulam eru allir að glíma við meiðsli.
Athugasemdir
banner
banner
banner