Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. október 2019 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Carragher: Eriksen er ekki nógu góður fyrir Real Madrid
Christian Eriksen verður samningslaus næsta sumar
Christian Eriksen verður samningslaus næsta sumar
Mynd: Getty Images
Jamie Carragher, sparkspekingur á Sky Sports, telur að Christian Eriksen, leikmaður Tottenham Hotspur, sé ekki nógu góður til að spila með Real Madrid.

Eriksen verður samningslaus næsta sumar en hann hefur ekki enn framlengt samning sinn við Tottenham og eru litlar líkur á að hann geri það.

Real Madrid og Barcelona eru sögð hafa áhuga en hann hefur aðeins skorað og lagt upp eitt mark á tímabilinu.

„Eriksen er mjög góður leikmaður fyrir Tottenham en það er verið að tala um að hann sé þessi leikmaður sem getur spilað fyrir Real Madrid. Hann er alls ekki nógu góður til þess," sagði Carragher.

„Ef hann er það góður og á bara ár eftir af samningnum þá myndi Real Madrid borga fyrir hann. Fólk talar um að hann fari kannski á frjálsri sölu þangað en maður myndi taka hvern sem er á frjálsri sölu."

„Hann vildi fara í sumar og það kom greinileg fram og hann talaði um það en enginn vildi hann,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner