mán 28. október 2019 21:47
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Championship: Watkins skoraði tvö í sigri Brentford á QPR
Mynd: Getty Images
Said Benrahma á vítapunktinum.
Said Benrahma á vítapunktinum.
Mynd: Getty Images
QPR 1 - 3 Brentford
0-1 Ollie Watkins ('23 )
1-1 Grant Hall ('49 )
1-2 Said Benrahma ('60 , víti)
1-3 Ollie Watkins ('90 )

QPR tók á móti Brentford í lokaleik 14. umferðar ensku Championship deildarinnar á Loftus Road.

Ollie Watkins kom gestunum yfir á 23. mínútu þegar Christian Norgaard fann Bryan Mbeumo á hægri kantinum. Frakkinn átti flotta sendingu inn á teiginn þar sem Watkins dýfði sér fram og skallaði í netið.

Staðan var 0-1 í leikhléi en á 48. mínútu jafnaði fyrirliðinn Grant Hall leikinn. Ebere Eze tók þá hornspyrnu sem Hill skallaði í jörðina og framhjá David Raya í marki Brentford.

Á 59. mínútu fékk Brentford vítaspyrnu þegar Josh Scowen virtist fara í Mbeumo. Snertingin var hins vegar mjög lítil og mögulega um dýfu að ræða. Vítið var dæmt og Said Benrahma steig á punktinn og skoraði af öryggi framhjá Liam Kelly.

Í uppbótartíma innsiglaði svo Watkins sigurinn með sínu öðru marki. Tíunda mark Watkins á leiktíðinni. Einungis Aleksandar Mitrovic hefur skorað fleiri í deildinni. Serbinn hefur skorað ellefu.

QPR er í 8. sæti með 23 stig og Brentford í 12. sæti með 21 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner